Straumspilun efnis
Margar þjónustuveitur fara fram á að
internetaðgangsstaður (IAP) sé notaður sem sjálfgefinn
aðgangsstaður. Aðrar þjónustuveitur leyfa notkun WAP-
aðgangsstaða.
Hægt er að stilla aðgangsstaðina þegar tækið er ræst
í fyrsta skipti.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Til athugunar: Í
RealPlayer
getur þú aðeins opnað
vefföng sem byrja á rtsp://.
RealPlayer
ber þó einnig
kennsl á http-tengil í .ram-skrá.
Til að straumspila efni skaltu velja straumspilunartengil
sem er vistaður í
Gallerí
eða á vefsíðu, eða sem þú fékkst
sendan í texta- eða margmiðlunarskilaboðum. Áður en
straumspilun hefst tengist tækið þitt við síðuna og byrjar
að hlaða efninu. Efnið er ekki vistað í tækinu.