Nokia N72 - Efni flutt úr öðru tæki

background image

Efni flutt úr öðru tæki

Hægt er að afrita tengiliði, dagbók, myndir, hreyfimyndir
og hljóðinnskot með Bluetooth-tengingu úr samhæfu
Nokia Series 60 tæki.

Hægt er að nota Nokia N72 án SIM-korts. Kveikt er
sjálfkrafa á sniðinu án tengingar þegar kveikt er á tækinu
án þess að SIM-kort sé í því. Með þessu móti er hægt að
nota SIM-kortið í öðru tæki.

Til að forðast tvöfaldar færslur er aðeins hægt að flytja
sumar gerðir upplýsinga (líkt og tengiliði) einu sinni úr
öðru tæki í Nokia N72.

Áður en hægt er að hefja flutninginn þarf að kveikja
á Bluetooth-tengingunni í báðum tækjunum. Ýttu á

í hvoru tækinu fyrir sig og veldu

Tenging

>

Bluetooth

.

Veldu

Bluetooth

>

Kveikt

. Gefðu hvoru tækinu heiti.

Til að flytja efni:

1

Ýttu á

og opnaðu

Verkfæri

>

Flutningur

í Nokia N72 tækinu þínu. Fylgdu fyrirmælunum
á skjánum.

2

Tækið leitar að tækjum með Bluetooth. Þegar leitinni
er lokið velurðu hitt tækið af listanum.

3

Nokia N72 tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu
inn kóða (1-16 tölustafir að lengd) og veldu

Í lagi

.

Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og veldu

Í lagi

.

4

Forritið

Flutningur

er sent í hitt tækið í skilaboðum.

5

Opnaðu skilaboðin til að setja upp forritið

Flutningur

í hinu tækinu og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.

6

Í Nokia N72 tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt
afrita úr hinu tækinu.

Efni er afritað úr minni og minniskorti hins tækisins
í Nokia N72 tækið og minniskort þess. Afritunartíminn fer
eftir því gagnamagni sem á að flytja á milli tækjanna.
Hægt er að hætta við afritunina og halda henni áfram
síðar. Forritinu

Flutningur

er bætt við aðalvalmyndina

í hinu tækinu.