Tækið notað sem mótald
Þú getur notað tækið þitt sem mótald til að senda og taka
á móti tölvupósti eða til að tengjast við internetið með
samhæfri tölvu um Bluetooth-tengingu eða með samhæfri
gagnasnúru. Nánari leiðbeiningar um uppsetningu er
að finna í notendahandbókinni fyrir Nokia PC Suite
í mótaldsvalkostum (Modem options) á geisladiskinum.
Ábending! Þegar þú notar Nokia PC Suite
í fyrsta skipti skaltu nota Get Connected forritið
í Nokia PC Suite til að tengjast við tölvuna þína.
Sjá geisladiskinn sem fylgir með tækinu.