Símastillingar
Almennar
Tungumál síma
—Ef tungumáli skjátexta er breytt í tækinu
hefur það einnig áhrif á það hvernig dagsetningin og
tíminn birtast, sem og þau skiltákn sem eru notuð
(t.d. við útreikning).
Sjálfvirkt
velur tungumálið út frá
upplýsingunum á SIM-kortinu þínu. Tækið endurræsist
þegar nýtt tungumál er valið fyrir skjátexta.
Þegar stillingunum
Tungumál síma
eða
Tungumál texta
er breytt hefur það áhrif á öll forrit tækisins og breytingin
er virk þangað til stillingunum er breytt aftur.
Tungumál texta
—Þegar tungumálinu er breytt hefur það
áhrif á það hvaða stafi og sértákn er hægt að velja þegar
texti er ritaður og kveikt er á flýtirituninni.
Orðabók
—Til að stilla flýtiritunina á
Virk
eða
Óvirk
í öllum
ritlum tækisins. Ekki er hægt að velja flýtiritun fyrir öll
tungumál.
Opnun.kv. eða táknm.
—Opnunarkveðjan eða táknið
birtist í stutta stund í hvert sinn sem kveikt er á tækinu.
Veldu
Sjálfvalin
til að nota sjálfgefnu myndina,
Texti
til
að skrifa opnunarkveðju (allt að 50 stafi) eða
Mynd
til að
velja mynd úr
Gallerí
.
Upprun. símastillingar
—Þú getur fært sumar stillingarnar
aftur í upprunalegt horf. Til þess þarftu læsingarkóðann.
Sjá „Sími og SIM“ á bls. 103. Þegar stillingar hafa verið
færðar í upprunalegt horf getur það tekið lengri tíma að
ræsa tækið. Breytingin hefur engin áhrif á skjöl og skrár.
Biðhamur
Virkur biðskjár
—Notaðu flýtivísa í forrit á aðalskjánum
þegar tækið er í biðstöðu. Sjá „Virkur biðskjár“ á bls. 22.
Vinstri valtakki
—Veldu forrit af listanum sem þú vilt nota
sem flýtivísi fyrir vinstri valtakkann (
) í biðstöðu.
Hægri valtakki
—veldu forrit af listanum sem þú vilt nota
sem flýtivísi fyrir hægri valtakkann (
) í biðstöðu.
Verkfæri
98
Forrit. í virk. biðskjá
—Veldu forrit af listanum sem þú vilt
birta flýtivísa í á virka biðskjánum. Aðeins er hægt að velja
þessa stillingu ef kveikt er á
Virkur biðskjár
.
Einnig er hægt að velja forrit af listanum sem opnast
þegar stutt er á skruntakkann. Ekki er hægt að velja þessa
flýtivísa skruntakkans þegar kveikt er á virka biðskjánum.
Skjátákn símafyrirt.
—Þessi stilling er aðeins sýnileg ef þú
hefur móttekið og vistað skjátákn símafyrirtækis. Þú getur
valið að birta skjátáknið eða fela það.
Skjár
Skjábirta
—Hægt er að stilla birtuna á skjánum og lýsa
þannig eða dekkja skjáinn. Birtustig skjásins er sjálfkrafa
stillt til samræmis við umhverfið.
Sparnaður hefst eftir
—Orkusparnaðurinn á skjánum
verður virkur þegar tíminn er liðinn.
Tímamörk ljósa
—Veldu tímann sem þú vilt að líði þar til
slökkt er á baklýsingu aðalskjásins.