Stillingar fyrir hringingu
Senda mitt númer
—Þú getur valið að leyfa þeim sem þú
hringir í að sjá símanúmerið þitt (
Já
) eða að leyfa það ekki
(
Nei
). Einnig kann símafyrirtækið þitt eða þjónustuveita
að velja aðra hvora stillinguna fyrir þig þegar þú gerist
áskrifandi (
Stillt af símkerfi
) (sérþjónusta).
Símtal í bið
—Ef þú kveikir á þessari stillingu (sérþjónusta)
lætur símkerfið þig vita ef einhver hringir í þig þegar þú ert
með símtal í gangi. Veldu
Gera virkt
til að senda beiðni til
símkerfisins um að virkja þjónustu símtala í bið,
Ógilda
til
að senda beiðni til símkerfisins um að óvirkja þjónustuna
og
Athuga stöðu
til að kanna hvort þjónustan er virk eða
ekki.
Hafna símt. með SMS
—Veldu
Já
til að senda
textaskilaboð til þeirra sem reyna að hringja í þig þar sem
þú lætur þá vita af hverju þú getur ekki svarað símtalinu.
Sjá „Símtali svarað eða hafnað“ á bls. 25.
Texti skilaboða
—Skrifaðu textann sem á að senda
í skilaboðum þegar þú hafnar símtali.
Sjálfvirkt endurval
—Veldu
Virkt
og þá reynir tækið að
koma á sambandi allt að tíu sinnum þegar ekki náðist
samband til að byrja með. Ýttu á
til að slökkva
á sjálfvirka endurvalinu.
Samantekt e. hring.
—Veldu þessa stillingu ef þú vilt að
tækið birti í stutta stund upplýsingar um áætlaða lengd
hvers símtals að því loknu.
Hraðval
—Veldu
Virkt
og þá er hægt að hringja í númerin
sem eru tengd við hraðvalstakkana (
-
) með því
einu að halda tökkunum inni. Sjá einnig „Símanúmer valið
með hraðvali“ á bls. 24.
Verkfæri
99
Takkasvar
—Veldu
Virkt
til að geta svarað mótteknu
símtali með því að styðja á hvaða takka sem er, fyrir utan
, ,
og
takkana.
Lína í notkun
—Þessi stilling (sérþjónusta) sést aðeins ef
SIM-kortið styður tvær símalínur, þ.e. tvö númer í áskrift.
Veldu hvaða símalínu á að nota til að hringja og senda
textaskilaboð. Það er hægt að svara símtölum á báðum
línum, burtséð frá því hvor línan hefur verið valin. Ef þú
velur
Lína 2
og hefur ekki gerst áskrifandi að þessari
sérþjónustu geturðu ekki hringt úr tækinu. Þegar lína 2 er
valin birtist
táknið þegar tækið er í biðstöðu.
Ábending! Til að skipta á milli símalínanna skaltu
halda inni
takkanum í biðstöðu.
Línuskipting
—Til að hindra að skipt sé á milli lína
(sérþjónusta) skaltu velja
Gera óvirka
ef SIM-kortið styður
það. Þú þarft að hafa PIN2-númerið til að breyta þessari
stillingu.